Færsluflokkur: Bloggar

Vá!!! ekkert smá lengi

Er svona langt síðan þetta gerðist. árið 202 !!! 1806 árum síðan, þurfa menn þá ekki að grafa sökudólgana upp (hvar sem þeir liggja) og dæma þá. og hver er svo refsingin?? þið munuð allir deyja!!!


mbl.is Tilræðismenn teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skuldum heimsbyggðinni 23.2 milljónir á hvert mannsbarn hér á landi


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextina NIÐUR!!!

lengi getur vont versnað, en í einu af mínu bloggi fyrir nokkru spáði ég að gengisvísitalan mundi ná 200 stiginu og þá færi fjöldin allur af fólki og fyrirtækjum á hausinn, á þeim tíma var það nokkuð frá lagi en í dag staðreynd. Við þurfum allir Íslendingar að snúa bökum saman en til að eh geti gerst í þeim efnum þarf seðlabankinn að lækka vexti niður í 9% rétt áður en stærstu jöklabréfin falla á gjalddaga, lífeyrissjóðirnir þurfa að koma auknu fjármagni á heimamarkað og kaupa krónur, ríkisstjórnin þarf að gæta aðhalds í rekstri en auka til vinnufrekra framkvæmda, öll fyrirtækin í landinu verða að hagræða í launakostnaði stjórnenda og auka þarf framleiðni í innlendri framleiðslu og stýra eftirspurn í hana, þannig höldum við aftur af atvinnuleysinu, styrkja þarf innviði seðlabankans með öflugri þekkingu á peningamálum stjórnenda hans og styrkja þarf gjaldeyrisvarasjóð, ef þetta verður allt gert styrkist krónan í kjölfarið og lífsgæðin. En fyrst og fremst lækka vexti það þrífst ekkert hér við svona skilyrði og er einungis til þess fallið að fátækt hér mun stóraukast, fólksflutningar há og tæknimenntaðs fólks mun stóraukast og þjóðin missir þar með stóran spón úr aski sínum til langs tíma.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ísland óðum gjaldþrota

Ef fram fer sem horfir að gengisvísitalan hækkar meira og endar jafnvel í 200 stigum á næstu dögum þá er Ísland gjaldþrota ég veit ekki hverjum við getum þakkað það en mér finnst bankakerfið hér sem sagt er vera 10 sinnum stærra en þjóðarbúið og íslenskur almenningur búinn að styðja við bakið á í áratugi vel geta lagst á árarnar með okkur að reyna að koma böndum á þetta ástand þeir eru alveg burðugir til þess og bera siðferðislega skyldu til að koma ró á krónuna því það er deginum ljósara að þeir leika sér með hana eins og þeim lystir. Fólk þarf að taka höndum saman og fara í alsherjar mótmæli yfir þessu árans ástandi.
mbl.is Lokagildi gengisvísitölu í fyrsta skipti hærra en 180 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

alveg hreint með ólíkindum

Hildigunni Brá Hafsteinsdóttur þegar hún fékk reikninginn frá tryggingunum sínum, það er einhvernveginn þannig að alveg sama hvaða hagsmunasamtök menn hafa samband við það rankar enginn þar við sér fyrr en þeir þurfa að borga sjálfir. Það er eins og hún sé núna að vakna upp frá blundi þyrnigunnur sjálf. Hún Hildigunnur fór ekki að vakna til lífsins fyrr enn verðbólgudjöfullinn knéri á dyr hennar og hún þurfti að berja hann niður eins og Davíð orðaði það. jahh svona er Ísland í dag og ég verð að segja það að ég er hissa að Hildigunnur sé hissa og haldi að þetta sé bara grín sem við erum búin að vera að fá í gegnum lúgunna okkar undanfarið.


mbl.is Tryggingar hækkuðu um 100 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skeinipappír

það er búið að drulla yfir þennan skeinipappír, vil að það komi uppá yfirborðið plottið í kringum þessa fellingu pappírsins, ég trúi því engan veginn að einhverjir útlendingar séu að versla með þennan pappír sem verður til þess að hann fellur svona, Seðlabankinn og Geir Haarde vita vel hverjir eru að leika sér með þessa guðsvoluðu mynnt, en þeir glotta bara og segja að allt sé í lagi, fyrir hverja eru þeir að vinna? Bankarnir eru að losa sig við krónuna til að sýna betri afkomu svo þeir verði ekki endanlega hengdir í útlöndum af sökum skuldatryggingaálags og slæms umtals. Fólkið í landinu fær að borga brúsann. Þetta er ekki vegna afnahagsástandsins í heiminum eins og menn vilja meina því krónan er engin þungamiðja í þessu ástandi alveg eins hægt að segja að einhver kani hafi orðið fyrir byssuskoti í new york en vörubílstjóri á íslandi hafi dottið niður dauður.
mbl.is Krónan veiktist um 2,48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er þetta allt krónunni um að kenna?

Maður getur svo sem vel skilið hvaða gríðarlegu áhrif þessi krísa kemur til með að hafa á heimsbyggðina og hruni gjaldmiðla viðkomandi ríkja sem eru með mikið undir í undirlána krísunni, en það sem maður skilur ekki er hvað króna í landi sem sýnir 6% hagvöxt um 1% atvinnuleysi og hagnað bankanna hingað til skuli falla með þeim hætti sem raun ber vitni 1-2 % á dag í marga daga, nú er svo komið að gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar er raunvirði hinnar daglegu framleiðslu pr. einstaklings hér á landi svipuð eins og í Tyrklandi. Það er eins og það sé krónunni um að kenna hvernig heimsfjármálin hafa verið að þróast því ekki falla hinir gjaldmiðlarnir í þeim löndum sem krísan er mest. eitthvað / einhver er með hreðjartak á krónunni sem mér fyndist vert fyrir fjölmiðla að grafa uppá yfirborðið svo hægt verði að stöðva þessa óþörfu gengisfellingu. Með þessu áframhaldi að krónan gufi upp með tímanum yrði aldrei veganesti til innleiðingar í Evrópusambandið og raunar eina sambandið sem landið ætti heima í væri Afríkusambandið miðaða við núverandi stöðu.
mbl.is Fréttaskýring: Endurtekning frá 1931 í aðsigi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rice again

held menn séu ekki að skilja þetta rétt. svo lítur út fyrir að USA sé að "vingast við Gaddafi" en það er ekki rétt. Ef menn hafa einverja smávegis landafræðilega vitund þá er miðjarðarhafið gríðarlega mikilvæg siglingarleið. það kemst engin inn í Svartahafið nema í gegnum miðjarðarhafið. USA er að undirbúa frekari hernaðarlega stöðu sína á svæðinu og tryggja það að Líbíumenn séu "hlýðnir" og aðhafist ekki frekar meðan á ástandinu ríkir enda muni það hafa örlagaríkt í för með sér fyrir þá! USA er búið að króa Rússana af í mjög miklum skilningi og Rússar eru í verulega slæmum málum hvað þetta varðar. BNA menn hafa verið mjög áberandi síðustu ár í heiminum hvað varðar stríð og að koma fram sínum sjónarmiðum, en nú eru straumhvörf, Rússar hafa auðgast mjög mikið  á síðari árum og þeim er mikið í mun og kitlar tilfinnanlega í gikkfingurinn. Held þetta sé alvarlegt ástand sem engin vill taka eftir fyrr en skellurinn kemur.

 


mbl.is Rice fundaði með Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það mun gerast seint

Þetta er fagnaðarefni fyrir alla nema Íslendinga því hér mun aldrei nokkur hlutur lækka í verði af sökum fákeppni, verðsamráðs og bananalýðveldisháttum. Það er alveg hreint með ólíkindum hvernig stóru aðilarnir hérna á markaðnum haga sér gagnvart fólkinu í landinu. Varðandi krónuna Þá er það löngu vitað að hún er barns síns tíma en eitthverju dauðahaldi vill Davíð halda í hana sennilega svo hann og peningavinir hans geti verið í friði frá afskiptum annarra að leika sér að fólkinu, hinum venjulega manni.
mbl.is Verðlækkanir í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki nema von

Á Íslandi ríkti áratuga uppvaxtarskeið með gengdarlausri neyslu og peningaeyðslu landans sem leyddi til þess að yfirmenn áberandi fyristækja greiddu sé laun sem aldrei höfðu viðgengist áður, þetta ástand er því um að kenna að engu var haldið eftir til mögru DAGANA hjá þessum fyrirtækjum sem nú eru að líða undir lok (ekki árana því þetta ástand er bara búið að ríkja í nokkra daga en samt eru þessi fyrirtæki komin á hausin) ófyrirséð af hálfu þessara stjórnenda að veisla taki enda ber vott um greindar og virðingarleysi við allt nema sjálfan sig, þannig hefur eigingirnin og græðgin leikið taumlausan þátt í því ástandi sem nú ríkir. Ég votta starfsólkinu hjá þessu örmagna fyrirtæki samúð mína um leið og ég fagna því að það kerfi sem margir stjórnendur hafa haldið úti með sjálftöku ofurlauna einfaldlega virkar ekki og er þeim sömu til skammar.
mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband