lengi getur vont versnað, en í einu af mínu bloggi fyrir nokkru spáði ég að gengisvísitalan mundi ná 200 stiginu og þá færi fjöldin allur af fólki og fyrirtækjum á hausinn, á þeim tíma var það nokkuð frá lagi en í dag staðreynd. Við þurfum allir Íslendingar að snúa bökum saman en til að eh geti gerst í þeim efnum þarf seðlabankinn að lækka vexti niður í 9% rétt áður en stærstu jöklabréfin falla á gjalddaga, lífeyrissjóðirnir þurfa að koma auknu fjármagni á heimamarkað og kaupa krónur, ríkisstjórnin þarf að gæta aðhalds í rekstri en auka til vinnufrekra framkvæmda, öll fyrirtækin í landinu verða að hagræða í launakostnaði stjórnenda og auka þarf framleiðni í innlendri framleiðslu og stýra eftirspurn í hana, þannig höldum við aftur af atvinnuleysinu, styrkja þarf innviði seðlabankans með öflugri þekkingu á peningamálum stjórnenda hans og styrkja þarf gjaldeyrisvarasjóð, ef þetta verður allt gert styrkist krónan í kjölfarið og lífsgæðin. En fyrst og fremst lækka vexti það þrífst ekkert hér við svona skilyrði og er einungis til þess fallið að fátækt hér mun stóraukast, fólksflutningar há og tæknimenntaðs fólks mun stóraukast og þjóðin missir þar með stóran spón úr aski sínum til langs tíma.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.