Maður getur svo sem vel skilið hvaða gríðarlegu áhrif þessi krísa kemur til með að hafa á heimsbyggðina og hruni gjaldmiðla viðkomandi ríkja sem eru með mikið undir í undirlána krísunni, en það sem maður skilur ekki er hvað króna í landi sem sýnir 6% hagvöxt um 1% atvinnuleysi og hagnað bankanna hingað til skuli falla með þeim hætti sem raun ber vitni 1-2 % á dag í marga daga, nú er svo komið að gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar er raunvirði hinnar daglegu framleiðslu pr. einstaklings hér á landi svipuð eins og í Tyrklandi. Það er eins og það sé krónunni um að kenna hvernig heimsfjármálin hafa verið að þróast því ekki falla hinir gjaldmiðlarnir í þeim löndum sem krísan er mest. eitthvað / einhver er með hreðjartak á krónunni sem mér fyndist vert fyrir fjölmiðla að grafa uppá yfirborðið svo hægt verði að stöðva þessa óþörfu gengisfellingu. Með þessu áframhaldi að krónan gufi upp með tímanum yrði aldrei veganesti til innleiðingar í Evrópusambandið og raunar eina sambandið sem landið ætti heima í væri Afríkusambandið miðaða við núverandi stöðu.
Fréttaskýring: Endurtekning frá 1931 í aðsigi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 15.9.2008 | 13:01 (breytt kl. 13:02) | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að misskilja sýnist mér. Krónan er eitt og vesenið úti í heimi er annað. Þetta eru tvö aðskilin mál. Þeim í Ameríku er alveg sama um krónuna okkar. Því get ég lofað þér. Þó ég viti ekki mikið um efnahagsmál veit ég það þó:)
Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.9.2008 kl. 14:56
Þetta getur nú verið samtengt. þegar allir ríku kanarnir þora ekki að fjárfesta í áhættu, þá er allt tengt hlutum eins og krónu fyrst til þess að falla
Rúnar B, 15.9.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.