Alveg hreint með ólíkindum með allt hérna á Íslandi, einn verktaki fer á hausinn og þá leggst verkið bara af, hvað er í gangi??? það er umhorfs þarna við Voga afleggjara eins og albrjálaður maður hafi komið þarna á stærstu fáanlegri vinnu vél og tekið kast, síðan hafa komið einhverjir útreiknings sérvitringar sem aldrei hafa gert neitt nema teikna á pappír og senda menn með grjót til að varna að menn detti oní gryfjurnar, svo bara ekki sögunar meir. En hvert slysið á fætur öðru rekur upp á þetta ömurlega og sorgsetta svæði, þá er bara keyrt inn meira af grjóti??? ég bara hreinlega skil ekki þessi vinnubrögð, í kvöld kemur svo enn einn apakötturinn þ.e. samgönguráðherra og fer að lýsa eign reynslu af slysi sem endaði oní skurð??? hvern andskotann kemur það málinu við??? Reykjanesbrautin tvöfaldast ekki af sjálfu sér vegna þess að hann skransaði eitthvað, svo réttlætir hann þetta allt saman með hálku og slæmu veðri og útboðs reglum. Ég fer þarna um á hverjum degi og kvíði þessum kafla alltaf því eins og áður sagði þá er þetta eins og eftir brjálæðing, þegar maður keyrir að svona framkvæmdum í USA eða ES þá eru allskyns merkingar, viðvaranir og ljós þúsund sinnum betri en gert er hér. En Kristján, drullast til að klára þetta áður en fleiri liggja í því.
![]() |
Þrennt er enn á gjörgæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 10.4.2008 | 22:33 (breytt kl. 23:04) | Facebook
Athugasemdir
já
norse, 10.4.2008 kl. 22:39
Ehhh...vildirðu ekki sagt hafa Kristján Möller? Held að Sturla Böðvars allavega geti lítið gert í þessu núna...
Eyrún Björk Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:53
si si
norse, 10.4.2008 kl. 23:04
Ef fólk er virkilega með eitthvað milli eyrnanna ætti ekki að hafa farið framhjá því að það eru framkvæmdir þarna. Þarf starfsmaður vegagerðarinnar að sitja með í bílnum til að hægja ferðina fyrir fólk svo það hægi ferðina þegar keyrt er þarna í gegn?
Það hefur marg marg sýnt sig að það er alveg sama hversu mörg blikkljós eru á framkvæmdarsvæðum, fólk keyrir alltaf eins hratt og það treystir sér til. Ef þú vanmetur aðstæður, þá er það þinn feill og annarra böl.
Í dag eru 11622 bílar búnir að keyra reykjanesbrautina. Þegar slysið í gær átti sér stað var hálka og leiðinlegt veður. Ef búið hefði verið að tvöfalda reykjanesbrautina hefði slysið ekki átt sér stað, en you do the math, hvort finnst þér líklegra að ökumannsmistök hafi verið valdur eða slæm vegmerking sem amk 10000 ökumönnum á dag tekst að sjá frammúr?
Ég er líka nokkuð viss um að starfskraftar Kristjáns Möllers séu betur fallnir í margt annað en að sjá um bókhaldið hjá undirverktökum Vegagerðarinnar.
Arnar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:33
Verð að taka undir þetta með Arnari. Keyri þessa leið nokkuð reglulega og það verður að segjast að menn hægja almennt ekki á sér í samræmi við merkingar um hámarkshraða á þessum köflum þar sem framkvæmdir eru í gangi (eða réttara sagt eru ekki í gangi). Án þess að vita neitt um orsök síðasta slyss þá er ekki hægt að líta fram hjá því að skilyrði voru óvenju slæm og full ástæða til þess að keyra mjög varlega.
En þessi aukna slysatíðni á þessum vegarkafla kallar þó á úrbætur og vonandi duga nýjustu merkingar betur.
Kristinn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 06:52
slys eru og verða alltaf slys,en það er þeirra sem stjórna að birgja brunninn eins og sagt er og þegar hægt er að koma á fleyi ferð að beyju vantar einhvað upp á aðkomuna,t.d. til að skrúfa hraðan niður (merki með hámarkshraða duga bara ekki ) mætti hafa 200-300m kafla það sem þrenging verður eða hreinlega hraðahindrun.sem ég veit að er alveg bölvanlegt.
Þ Þorsteinsson, 11.4.2008 kl. 08:53
Ég er hjartanlega sammála ykkur. Ég hef þurft að fara Reykjanesbrautina þar sem sonur minn býr í Keflavík. Ég þurfti nauðsynlega að fara til Keflavíkur og þá var blindþoka og ég sá varla nokkuð,hvað þá þær vegamerkingar eins og þær voru síðastliðið haust.Ég bjó í Kanada í 1 ár og þar voru vegaframkvæmdir á hinum ýmsu stöðum og ég get ekki líkt því saman Við vegaframkvæmdir hér heima hvað þeir voru miklu betri í Kanada.Það komu merkingar með blikkandi ljósum löngu,löngu,löngu áður en komið var að þeim stað sem verið var að vinna við á veginum. Allar merkingar þúsund sinnum betri og ég get fullyrt það að það urðu aldrei bílslys við þessa staði.Við hér á Íslandi erum mjög aftarlega á merinni hvað varðar þessa vegi okkar hér og eins merkingar o.fl. þegar er verið að vinna við vegina okkar. Þetta eru sveitavegir þessar aðalæðar út úr borginni okkar eins og þeir gerast bestir í Kanada t.d. Lýsing er nánast engin eins og á vesturlandsveginum og það hafa orðið fjölda mörg slys á þeim vegi og ráðamenn þjóðarinnar gera ekkert. Nú í þessu var verið að tilkynna slys á suðurlandsveginum og búið að loka veginum í 1 - 2 klukkutíma.Ég bara spyr hvað er að ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:04
"Týpískt íslenskt"
Þetta hefur oft farið í taugarnar á mér þegar vegaframkvæmdir eru á fjölförnum vegum og ég tala nú ekki um þar sem hámarkshraði er yfir 80km/klst. Þar sem Merki og blikkandi ljós eru akkúrat á punktinum þar sem er verið að vinna. Erlendis hefur maður keyrt fram hjá nokkrum aðvörunum og merkjum um vegaframkvæmdir áður en komið er að vinnustaðnum, sem munar miklu. Þetta er ekki rétt að það skiptir ekki máli hversu margar aðvaranir eru þvi fólk hægir ekkert á sér hvort sem er. Það skiptir máli að maður viti í tíma hvað er framundan og er viðbúin. Enginn ætlast til að það sé neflt niður í 30 kílómetrana við fyrsta skilti.
Jóhanna Garðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.